|
Sussubía... hvað ég ég nú að segja ykkur skemmtilegt börnin góð? Skólinn bara búinn... forever! Þetta er frekar sorglegt en líka spennandi. Þótt ég viti að ég er að fara að halda áfram að gera það sem mér finnst skemmtilegt veit ég ekki hvernig næsta haust verður. Þetta verður gaman. Ég vona ég verði með smá vinnum því söngskólinn er ekki alveg 100% nám. Kannski 80% en ekki alveg fullt. Ég hlakka til að geta tekið þátt í öllu sem ég vil þar, uppsetningu á óperu... einhverju svoleiðis.. og geta einbeitt mér að söngnum og að reyna að ná helvítis hljómfræðinni.
Gústi er að fara í partý í kvöld. Ég þekki ekki neinn þar (ekki það ég veit, allavega, maður veit samt aldrei, þetta er jú Ísland) þannig að ég ætla að tjilla heima með mömmu og vinkonu hennar, Huldu og svo Solveigu. Þetta verður bara kósí.
Læt ykkur vita meria hér, ég ætla að hætta að vera félagsskítur.
skrifað af Runa Vala
kl: 19:32
|
|
Þá mun þessari blogglægð ljúka, allavega eftir morgundaginn, því þá flyst ég aftur í húsnæði sem er með adsl-i. Eins og margir vita og muna var dimmisjón á föstudaginn. Dimmisjóndagurinn minn var þannig: 06:40: Jóhanna sótti mig heim til pápa í Hafnarfirðinum og við fórum á fullt span ásamt fleirum að undirbúa og leggja síðustu hönd á verk við morgunverðinn. Hann varð huges!! Það urðu þrír svartir ruslapokar af brauði, gomma af osti og sméri og heilmikið af aloa vera jógúrti eftir. Eftir morgunverðinn var ætlunin að hittast hjá Karólínu og gera sig til fyrir atriðið. Á leiðinni þurfti Hildur Æsa að koma við heima hjá sér og við Gústi ætluðum að kaupa dvd-disk fyrir ýmsar upplýsingar fyrir atriðið á meðan. Það vildi ekki betur til en að kringlan opnaði ekki fyrr en klukkutíma seinna, þannig að við fórum og biðum hjá Kringlunni þar sem gamla Borgarkringlan var. Hildur mætti á svæðið en hún renndi í hlað á neðri hæð bílastæðisins, þannig að það var ekki um annað að ræða en að notfæra sér hina merku uppfinningu: stiga. Ég hljóp á undan og BAMM!!! steig vitlaust í fótinn og rígtognaði! Hann dofnaði fljótt upp og þegar við vorum komin í búningana og komin í massastuð gat ég gengið og dansaði af lífi og sál í Queer Eye for the Sraight Guy, atriðinu okkar. Við vorum fyrst, þannig að þá gátum við slappað af og horft á hin atriðin áhyggjulaus. Eftir þetta var haldið heim til Guggu og grillað auk þess að við horfðum á upptöku af atriðinu okkar (snilld) frá tveimur sjónarhornum. Við horfðum líka á annað atriði, sem margir myndu flokka sem mun skemmtilegra og áhugaverðara atriði. Í því voru flugmenn og skal ekki segjast meira ;) Um kvöldið var partý og svo ball en þegar kom að því að fara í partýið gat ég vart stigið fætinum niður. Ég fór því í partýið á hækju og seldi Gróu miðann. Svo var farið snemma heim að sofa...
Annars er það af mér að frétta að ég hef verið sloj í dag en er að hressast. Já, svo er ég líka að fara í tvö atvinnuviðtöl á morgun. Hugsið til mín.
skrifað af Runa Vala
kl: 16:11
|
|
Bloggbloggblogg
Heim var komið frá nokkuð vel heppnaðri Egilsstaðaferð á mánudagskvöldi. Ég kom með seinni vélinni. Pabbi kom og sótti mig á flugvöllinn og getiði hvað! Hann þekkir manninn hennar Þorgerðar! Hann faðir minn þekkir nú alla! Það er ekki hægt að fara út í búð með honum, ég er að segja ykkur það! :O
Þegar við vorum búin að sækja dótið mitt itl mömmu keypti pabbi kvöldmat handa mér. Klukkan var hálf tíu, við fórum og keyptum kjúklingaborgara og franskar. Ég setti mig nðiur í fallega fallega og mjög svo kósí eldhúsinu hans pabba míns og gæddi mér á þessum kræsingum. Eftir á fannst mér ég VERÐA að hreyfa mig, þannig að ég hljóp einn hring í kring um húsaröðina. Þetta var nú ekki langt, en ég var móð og másandi þegar ég kom til baka. Ég hlakka til þegar ég get farið allra minna ferða á línuskautum og hjóli!!!
Ég er að bíða eftir að við getum æft dimmisjón. Konrektor vildi endilega hafa æfinguna í stoðtímanum og það eru nokkrir að taka próf í honum í hópnum okkar. Já, hún konrektor er skrýtin... lætur okkur missa af næstsíðasta stoðtímanum okkar.
Hann faðir minn mun halda fyrirlestur um ferð sína um Noreg í norrænafélaginu að Ópinsgötu. Þetta verður gaman.. ég vona að hann Þórgnýr sjái sér fært að koma líka ;)
skrifað af Runa Vala
kl: 14:06
|
|
Lagt upp í langferð
Minns er að fara í ferðalag. Kórinn fer á morgun til Egilsstaða til að breiða út friðarboðskapinn.
Krakkar af borðinu í skólanum voru hérna fyrr í kvöld. Við vorum að æfa og skipuleggja dimmisjónatriðið okkar. Þetta verður geggjað stuð og fjör... allavega vona ég það. Hann Gústi æði pæði ætlar að vera með og kom með brillíant tillögu. Meira fáðið ekki að heyra. Nema að hann ætlar að mixa eitthvað sjó í bakgrunninn. Þú ert BESTUR, Gústi!!! :*
Við munum syngja á Egislstöðum og í nágrenninu. Ég var beðin um að skila fullt af kveðjum frá hinum og þessum. Ég get engu lofað, en ég geri mitt besta.
Núna þarf Vala sín að fara að lúlla sér. Hún kemur aftur frekar seint á mánudaginn, sjáumst á þriðjudaginn!!! Góða nótt!!!
skrifað af Runa Vala
kl: 23:08
|
|
Við fórum í bíó, ég og Þórgnýr. VIð sáum Passion of Christ. Vá hvað hún var góð... en það er ekki hægt að segja að hún hafi verið skemmtilegt, enda píslarganga krists víst ekkert til að hlæja að... Þeger hún var búin hélt ég að það væri komið hlé en þegar að var gáð voru bara liðnir tveir tímar síðan myndin byrjaði! Ég er ekki alveg viss um hvort þetta sé gott eða slæmt, að halda að það sé komið hlé þegar myndin er búin. Mér fannst einhvernveginn vera svo lítið búið að gerast, en aftur á móti fannst mér allt frekar lengi að líða. Stór plús að öll myndin var á Arameísku og rómversku, það var mjög sannfærandi, allavega fyrir mig, sem ekki hefur hundsvit á tungumálum þessa heimshluta. Allavega kannaðist Þórgnýr við mörg orð úr arabísku þarna.
Svo fór ég á einkabankann og leit á yfirlitið yfir debetkortið mitt og þá kom fram að ég hefði keypt tvo bíómiða í röð í Regnboganum! Ég gerði það ekkert! Ég lofa!!! Ég hringdi þarna niðreftir og nafnið mitt og símanúmer var tekið niður... svo var mér sagt að það yrði hringt í mig, en ekkert hef ég heyrt enn!!! Það er sko eins gott að þeir hringi, annars....ZZZzzZZzzzZzzzZzzZzzzZzzZ....
skrifað af Runa Vala
kl: 20:59
|
|
Hugleiðing um trú
Páskar.... hvers vegna höldum við þá? Sumir trúa að á páskadag hafi Jesú risið upp frá dauðum og þannig sannað guðleika sinn. Það má hinsvegar kalla mig trúleysingja. Ég trúi samt alveg ýmsu. Ég trúi til dæmis á mátt trúarbragðanna. Það er margt gott og slæmt sem fólk hefur gert í nafni guðs og trúarinnar í gegn um tíðina. Það má segja að trúarbrögðin séu í raun jafn máttug og Guð sjálfur, væri hann til. Ég trúi því að trúarbrögð sé eitthvað sem maðurinn fann upp til þess að útskýra ýmislegt sem hann skilur ekki, svo sem náttúruhamfarir og tilgang lífsins. Trúin hefur líka gegnt þeim tilgangi að halda utan um þjóðir og hræða þær til hlýðni. En ef fólk trúir staðfastlega á einhver æðri máttarvöld og líður betur við að fara í kirkju og biðja, þá er það gott og blessað. Ég trúi líka á sjálfa mig, það sem ég get gert fyrir mig og aðra. Ég trúi til dæmis að ég sé góð manneskja sem hefur margt að gefa. Ég trúi líka að manneskjan sé í eðli sínu góð. Ég trúi á álfa og huldufólk, allavega stundum, og ég er alveg svakalega draughrædd :S
Ég trúi líka að þeir sem eru mjög guðhræddir ættu að bera virðingu fyrir fólki eins og mér og þeim sem aðhyllast önnur trúarbrögð, því allir eru jú jafnir í augum guðs, ekki satt?
skrifað af Runa Vala
kl: 16:12
|
|
Sonur minn er enginn hommi
hann er fullkominn eins og ég.
Þótt hann máli sig um helgar
þú veist hvernig tískan er.
-afneitun-
Músíkurinn: Bubbi
skrifað af Runa Vala
kl: 16:33
|
|
Ég var að lesa bloggið hans Gústa (já hann heitir Þórgnýr en kallaður Gústi, það er saga að segja frá því ). Þar talar um það hvernig hann sá mig áður eð við byrjðum saman. Það er gaman að vita hvernig aðrir sjá mann. Ég hef í raun vitað af honum alla mína MH skólagöngu. Þannig var að ég kynntist þáverandi kærustu hans í Söngskólanum. Þegar hún uppgötvaði að ég væri MH spurði hún hvort ég þekkti ekki kærastann sinn. Ég fór að tjekka og mikið rétt, þarna var skondinn maður sem kallaður var Gústi. Ég hef alltaf sagt að örlögin verði til í strætó. Við heilsuðumst oft í strætó, töluðum saman á stoppistöðinni og settumst stundum saman í strætó. Svo byrjuðum við að vinna saman í Matsölunni, bara núna eftir jólin og ég komst að því að hann er nett hress náungi sem pælir í furðulegustu hlutum. Eins og sumir vita, þá á ég til að láta eins og hálfviti... þannig að stundum varð nokkuð fjör í matsölunni og ekki spillir að matsölukonan, hún Ellý, er forfallinn aulabrandaraaðdáandi. Þannig að hlátrasköll og fjör einkenna seinasta tíma á mánudögum í Matsölunni. Við ákváðum eftir einn útskriftartímann að fara og finna búð sem ég sagði honum frá og heitir Ramínosk...eða eitthvað... til að kaupa handa honum stílabók. Hún var lokuð vegna veikinda þannig að við gengum um í smá tíma. Við ákváðum að fara á listasafn Reykjavíkur og sjá Frost, því það er ókeypis fyrir námsmenn á mánudögum en þegar við komum þangað var búið að loka. Hann spurði hvort ég vildi kíkja á kaffihús en ég þurfti því miður að fara heim.
Þannig er að síðastliðin tvö ár hefur eitthvað gerst hjá mér í ástarmálunum um páskana, þannig að þetta er alveg í stíl!!
Hann bauð mér í afmælið sitt og sannfærði mig um að koma þangað eftir afmælið hennar Anniku en ekki fyrir. Ég tók Solveigu með en hún fór snemma. Ég dreif mig upp á loft og sá fólk sem ég þekkti og kom mér loks í að dansa. Mér finnst ekkert varið í að dansa nema ég sé með einhverjum sem ég þekki... ég komst þó í það mikið stuð þegar á leið að ég dansaði frá mér allt vit...eða þannig. Svo endaði ég uppi, eins og ég á til, með síðustu gestunum og þá bara bingó :P
Við erum ótrúlega líkir persónuleikar og það er svo gaman að tala við þennan mann. Það er alltaf eitthvað að segja og ef maður er að pæla eitthvað skrýtið þá segir maður það og það hefur hjálpað að vera í sms og msn sambandi síðan hann fór út á land. Já, tæknin er frábær!
skrifað af Runa Vala
kl: 12:58
|
|
Við mamma fórum eki í sund í gær. En það var bara alltí þessu fína, því mín skellti sér sjálf og ein í sund í dag í glampandi sólskini og blíðu. Og náði sér í nokkrar freknur í leiðinni, ekki er það verra!
Við hittumst tvö úr MH, þrjú úr Versló, einn úr MR og einn úr Iðnskólanum. Sameining fornra fjenda, má segja. Við spjölluðum og spjölluðum og hlógum og göntuðumst þartil Mokka var lokað, þá fórum við á kofann. Það er ekki hægt að komast hjá því þegar fólk úr mismunandi skólum kemur saman að tala smá um ríginn sem vill oft myndast og steríótýpur og svoleiðis. VIð komumst að því að það væru bara örfáar steríótýpur í hverjum skóla en það eru þær sem maður tekur eftir. Svo komumst við að því að það væri ekki nærri eins gaman að vera í menntaskóla ef þessi rígur væri ekki til staðar, svo lengi sem hann gengur ekki út í öfgar. Allt er gott í hófi eins og þeir segja.
skrifað af Runa Vala
kl: 19:30
|
|
Jájá....
Ég byrja mörg blogg á jájá, ekki satt?
Hvað um það. Þórgnýr er búinn að vera úti á landi síðan á mánudaginn og verður fram á mánudaginn næstkomandi. Góð byrjun á sambandi, ha?
Ég var að þjóna í fermingarveistlu í Mosfellsbænum í dag, það gekk bara vel. Svo stefnum við mamma á sund fyrir mat. Eftir mat ætlum við nokkur að hittast á Kaffi Mokka. Já, það er ljúft að vera í fríi :)
skrifað af Runa Vala
kl: 16:05
|
|
Hehe... mín fór í partý á laugardaginn og getið hvað? Það er bara breyting á hjúskaparstöðunni. Jamm, mín er komin með kærasta. Hann heitir Þórgnýr og er 22. Ef þið viljið vita meira, þá spyrjiði bara. Mér fannst bara gaman að minnast á þetta, svona. Annars er gott að vera komin í páskafrí. Er samt búin að vera á æfingum í dag og í gær, kórinn er nebbla að fara austur á firði eftir páska. Svo er það í biðstöðu og spurningarmerki hvort ég fái að fara í Óperukórinn. Garðar sagði allavega ekki þvert nei. Dúna sagði mér að hann hefði sagt að það væri fengur í svona háum sóprönum :D Ekki slæmt! Ég var að selja páskaliljur áðan. Gekk um hverfið, grandana og út á Seltjarnarnes. Það er svona 70% miðaldra fólk sem býr þar. Ég seldi 4 búnt af páskaliljum og það voru allt miðaldra konur sem keyptu! Svo keypti mamma mín síðasta búntið og getið hvað: hún er miðaldra kona! Og vá, hvað það eiga margir hunda á nesinu, og líka vá hvað það eru stór hús þar. Ég legg til að við flytjum þangað, það er líka betra veðurfar þar, að því er virðist.
skrifað af Runa Vala
kl: 17:46
|
|
Ha!?!!? Unnu Verslingar!? Ég TRÚI þessu ekki!? Sko, ég skal segja ykkur það að enginn...ENGINN hefði átt það eins mikið skilið að vinna þessa keppni og Borgó. Skólinn sem lagði MR að velli. Sko, í mínum huga unnu þeir.
Það voru kosningar í MH í gær eins og svona flestir vita. Ég og Eyþór tókum Footloose í karókí. Þegar ég heyrði að ég heyrði ekki í sjálfri mér ákvð ég bara að taka þetta með stæl. Það er allt í lagi að vera falskur í karókí, er það ekki? Svo var þetta svo skemmtilegt lag og allir voru að dansa, þannig að þetta var kúl. Ég veit ekki enn hvernig stjórn næsta skólaárs verður því ég fór um ellefu. Ég veit bara að Supercalifragilisticexpialidocious er tilvonandi leikfélagsstjórn. Húrra fyrir stelpunum! Ég vona að þær standi sig. Ég er reyndar alveg handviss um að þær standi sig!
skrifað af Runa Vala
kl: 12:41
|
|
|